Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin.
Í frétt á vef Isavia segist fyrirtækið hafa heimildir í loftferðalögum til þess að kyrrsetja loftför svo tryggja megi greiðslu vangoldinna gjalda. Hefur því úrræði verið beitt einu sinni áður á Keflavíkurflugvelli að sögn fyrirtækisins.
Um sé að ræða vanskil á gjöldum sem stofnaðist til áður en Air Berlin fór í greiðslustöðvun.
„Ljóst er að framkvæmdin mun hafa áhrif á ferðir þeirra farþega sem áttu bókað flug með Air Berlin og harmar Isavia að til þessa hafi þurft að koma. Þessi aðgerð er hins vegar eina úrræðið sem félagið hefur til þess að tryggja greiðslu skuldar Air Berlin. Starfsfólk Isavia er til taks á Keflavíkurflugvelli í nótt ef kemur til þess að aðstoða þurfi þá farþega sem verða fyrir áhrifum af þessari aðgerð,“ segir á vef Isavia.
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent
