Áhrifalausir þingmenn á óskilvirku Alþingi Einar Brynjólfsson skrifar 20. október 2017 09:45 Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar