Ferðamaðurinn sem lést á Sólheimasandi var dökkklæddur og sneri baki í bílinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 11:30 Enginn aðstaða er við þjóðveginn yfir Sólheimasanda fyrir bíla en þar leggja ferðamenn í röðum við vegkantinn. Stöð2 Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið. Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið.
Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17
Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48