Leikmenn eins og John Stockton hafa mátt þola mikið háðsglósum fyrir sínar þröngu og stuttu buxur og það bjóst enginn við að NBA-leikmennirnir myndu feta þá slóð aftur.
Nú er hinsvegar nýliðinn OG Anunoby mættur í NBA-deildina og hann er ekki bara að vekja athygli fyrir frammistöðu sína inn á gólfinu.
Hann var með 9 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar á 17 mínútum í sínum fyrsta leik fyrir Toronto Raptors og liðið vann þessar 17 mínútur með 26 stigum. Ekki slæmt fyrir 20 ára strák sem sést troða hér fyrir neðan eftir flotta hreyfingu.
OG Anunoby spins and slams it home for his first career #NBA bucket! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/0lwStfAfiZ
— NBA (@NBA) October 20, 2017
How to look like an OG. #Tights@Raptors#WeTheNorth #OGAnunbypic.twitter.com/lAKvG62dQh
— Tyler Partridge (@TylerPartridge1) October 20, 2017
#WeTheNorth OG's booty rivals KLOE's @william_lou@iamharshdavepic.twitter.com/YhkUgpg5OK
— Quavo Tarantino (@samfolkk) October 20, 2017
„Mér er alveg sama þótt að hann spili í bikiní á meðan hann spilar á fullu,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Toronto Raptors um stuttu og þröngu buxurnar hans OG Anunoby.
OG Anunoby er ekki bara að taka upp á þessu núna í NBA-deildinni því hann spilaði líka í þröngum stuttbuxum í Indiana-háskólanum þar sem hann lék frá 2015 til 2017.