Byggjum samfélag jafnra tækifæra Páll Valur Björnsson skrifar 24. október 2017 07:00 Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun