Byggjum samfélag jafnra tækifæra Páll Valur Björnsson skrifar 24. október 2017 07:00 Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun