Staðreyndir um mismunun Halldór Gunnarsson skrifar 24. október 2017 09:30 Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi.
Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun