
Höldum fast utan um okkar landbúnað
Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í álgjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað.
Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð.
Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna sem hafa leift mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni væri fráleitt nú, því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú.
Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd.
Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum.
Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.
Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar