Húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. október 2017 11:45 Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar