Skattar og lífskjör – áróður og veruleiki Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2017 07:00 Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun