Kæra unga fólk! Lilja Guðmundsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar