Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2017 13:00 Gísli Þorgeir á æfingunni í dag. vísir/eyþór Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30