Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 10:30 Guðjón Valur Sigurðsson og Gísli Kristjánsson. Mynd/HSÍ Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það munar nákvæmlega á þeim 19 árum, 11 mánuðum og 22 dögum.Unga og gamla kynslóðin að gíra sig upp fyrir - á fimmtudag kl.19.30. Miðasala hér https://t.co/sodHcrtOjL#strakarnirokkar#handboltipic.twitter.com/kArQJPLOVm — HSÍ (@HSI_Iceland) October 24, 2017 Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði og aldursforseti íslenska liðsins. Hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í ágúst síðastliðnum. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fæddur 30. júlí 1999 og varð því átján ára gamall í sumar. Guðjón Valur lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Ítalíu 15. desember 1999 en þá var Gísli aðeins fjögurra mánaða og fimmtán daga. Guðjón Valur er núna kominn með 1781 mark í 339 landsleikjum. Gísli mun spila sína fyrstu A-landsleiki á móti Svíum í Laugardalshöll á fimmtudag og laugardag. Guðjón Valur hefur verið í að verða átján ár í íslenska landsliðinu en hann náði þó ekki að leika með Kristjáni Arasyni föður Gísla. Kristján Arason spilaði á sínum tíma 238 landsleiki og skoraði í þeim 1089 mörk. Kristján Arason er ásamt Guðjóni Val og Ólafi Stefánssyni meðlimur í þúsund marka klúbbi íslenska A-landsliðsins í handbolta.Leikirnir við Svía fara fram i Laugardalshöllinni. Sá fyrri fimmtudaginn 26. október klukkan 19.30 og sá síðari laugardaginn 28. október klukkan 14.00. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það munar nákvæmlega á þeim 19 árum, 11 mánuðum og 22 dögum.Unga og gamla kynslóðin að gíra sig upp fyrir - á fimmtudag kl.19.30. Miðasala hér https://t.co/sodHcrtOjL#strakarnirokkar#handboltipic.twitter.com/kArQJPLOVm — HSÍ (@HSI_Iceland) October 24, 2017 Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði og aldursforseti íslenska liðsins. Hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í ágúst síðastliðnum. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fæddur 30. júlí 1999 og varð því átján ára gamall í sumar. Guðjón Valur lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Ítalíu 15. desember 1999 en þá var Gísli aðeins fjögurra mánaða og fimmtán daga. Guðjón Valur er núna kominn með 1781 mark í 339 landsleikjum. Gísli mun spila sína fyrstu A-landsleiki á móti Svíum í Laugardalshöll á fimmtudag og laugardag. Guðjón Valur hefur verið í að verða átján ár í íslenska landsliðinu en hann náði þó ekki að leika með Kristjáni Arasyni föður Gísla. Kristján Arason spilaði á sínum tíma 238 landsleiki og skoraði í þeim 1089 mörk. Kristján Arason er ásamt Guðjóni Val og Ólafi Stefánssyni meðlimur í þúsund marka klúbbi íslenska A-landsliðsins í handbolta.Leikirnir við Svía fara fram i Laugardalshöllinni. Sá fyrri fimmtudaginn 26. október klukkan 19.30 og sá síðari laugardaginn 28. október klukkan 14.00.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira