Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2017 13:00 Gísli Þorgeir á æfingunni í dag. vísir/eyþór Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30