Eflum menntun Adda María Jóhannsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun