Eru ellilífeyrisþegar og öryrkjar annars flokks fólk? Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 11:30 Nú er mér aftur nóg boðið. Alþingismenn og ráðherrar fengu hækkun á launum frá rúmlega þrjú hundruð þúsund til um það bil fimm hundruð þúsund krónur á mánuði eftir seinustu kosningar, en hvorki ellilífeyrisþegar né öryrkjar. Eins og Inga Sæland í Flokki fólksins segir stundum: „Þegar ég hætti að vera öryrki og verð eldri borgari þá hlýt ég að verða heil heilsu, en það væri gott að verða heilbrigður eldri borgari, mikið væri ég fegin ef mér myndi batna þá, en það hefur ekki gerst ennþá.“ En nú er þessi stjórn fallin frá og kannski ekki skrítið, hún var ekki stjórn fólksins í landinu samanber hvernig hún fór með bændur landsins. Eru bændur, þar á meðal sauðfjárbændur, ekki ein af undirstöðum atvinnu á landinu okkar? Smá dæmi: Við vorum stödd í versluninni og veitingastaðnum Baulu í Borgarfirðinum og hittum bónda sem sagði okkur að hann væri einn af fjárbændum sem verður að hætta vegna núverandi samninga. Hann sagði okkur að hann fengi rúmar 300 kr. fyrir kg af lambakjötinu. Við fólkið í landinu erum að kaupa lambakjötið á 2000 - 4000 kr. kg út úr búð. Hvað verður um mismuninn? Ég vildi gjarnan kaupa skrokkinn á 300 kr. eða jafnvel meira, beint frá bónda. Eru þeir með næstum því sama kaup og öryrkjar ef allt er tekið af í umönnun og fæði? Í sjónvarpinu, nánar tiltekið Víglinunni þann 7.okt. síðastliðinn, var stjórnandinn að tala við Katrínu, formann vinstri græna. Þar kom fram að lægstu launin væru 169.000 kr. á mánuði. Bjarni forsetisráðherra slapp fyrir horn með sínar 50 millur fyrir hrun meðan aðrir misstu allt sitt, það munar ekki um það, en afhverju fær þessi maður að halda áfram í pólitík þegar fjármálasaga hans er svona en Sigmundur Davíð var látinn fara. Sumt fólk í landinu eru með 1 til 2 miljónir pr. mán. meðan aðrir eru með rúmlega 100 þúsund kr. í laun á mánuði. Er þetta sanngjarnt? Nú er stutt í næstu alþingiskostningar og flestir flokkar lofa öllu góðu um að bæta kjör aldraðra og öryrkja. En stenst það, já ef vinstri flokkar eða miðju flokkar komast að. Það er okkar að kjósa þessa flokka, við fólkið í landinu. Kjósum Flokk fólksins. Þá ná kannski aldraðir og öryrkjar endum saman þegar þeir eru búnir að borga reikninga. Þeir sem lifa kannski á 35.000 kr. út mán.Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er mér aftur nóg boðið. Alþingismenn og ráðherrar fengu hækkun á launum frá rúmlega þrjú hundruð þúsund til um það bil fimm hundruð þúsund krónur á mánuði eftir seinustu kosningar, en hvorki ellilífeyrisþegar né öryrkjar. Eins og Inga Sæland í Flokki fólksins segir stundum: „Þegar ég hætti að vera öryrki og verð eldri borgari þá hlýt ég að verða heil heilsu, en það væri gott að verða heilbrigður eldri borgari, mikið væri ég fegin ef mér myndi batna þá, en það hefur ekki gerst ennþá.“ En nú er þessi stjórn fallin frá og kannski ekki skrítið, hún var ekki stjórn fólksins í landinu samanber hvernig hún fór með bændur landsins. Eru bændur, þar á meðal sauðfjárbændur, ekki ein af undirstöðum atvinnu á landinu okkar? Smá dæmi: Við vorum stödd í versluninni og veitingastaðnum Baulu í Borgarfirðinum og hittum bónda sem sagði okkur að hann væri einn af fjárbændum sem verður að hætta vegna núverandi samninga. Hann sagði okkur að hann fengi rúmar 300 kr. fyrir kg af lambakjötinu. Við fólkið í landinu erum að kaupa lambakjötið á 2000 - 4000 kr. kg út úr búð. Hvað verður um mismuninn? Ég vildi gjarnan kaupa skrokkinn á 300 kr. eða jafnvel meira, beint frá bónda. Eru þeir með næstum því sama kaup og öryrkjar ef allt er tekið af í umönnun og fæði? Í sjónvarpinu, nánar tiltekið Víglinunni þann 7.okt. síðastliðinn, var stjórnandinn að tala við Katrínu, formann vinstri græna. Þar kom fram að lægstu launin væru 169.000 kr. á mánuði. Bjarni forsetisráðherra slapp fyrir horn með sínar 50 millur fyrir hrun meðan aðrir misstu allt sitt, það munar ekki um það, en afhverju fær þessi maður að halda áfram í pólitík þegar fjármálasaga hans er svona en Sigmundur Davíð var látinn fara. Sumt fólk í landinu eru með 1 til 2 miljónir pr. mán. meðan aðrir eru með rúmlega 100 þúsund kr. í laun á mánuði. Er þetta sanngjarnt? Nú er stutt í næstu alþingiskostningar og flestir flokkar lofa öllu góðu um að bæta kjör aldraðra og öryrkja. En stenst það, já ef vinstri flokkar eða miðju flokkar komast að. Það er okkar að kjósa þessa flokka, við fólkið í landinu. Kjósum Flokk fólksins. Þá ná kannski aldraðir og öryrkjar endum saman þegar þeir eru búnir að borga reikninga. Þeir sem lifa kannski á 35.000 kr. út mán.Höfundur er sjúkraliði.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun