
Eru ellilífeyrisþegar og öryrkjar annars flokks fólk?
Eins og Inga Sæland í Flokki fólksins segir stundum: „Þegar ég hætti að vera öryrki og verð eldri borgari þá hlýt ég að verða heil heilsu, en það væri gott að verða heilbrigður eldri borgari, mikið væri ég fegin ef mér myndi batna þá, en það hefur ekki gerst ennþá.“
En nú er þessi stjórn fallin frá og kannski ekki skrítið, hún var ekki stjórn fólksins í landinu samanber hvernig hún fór með bændur landsins. Eru bændur, þar á meðal sauðfjárbændur, ekki ein af undirstöðum atvinnu á landinu okkar? Smá dæmi: Við vorum stödd í versluninni og veitingastaðnum Baulu í Borgarfirðinum og hittum bónda sem sagði okkur að hann væri einn af fjárbændum sem verður að hætta vegna núverandi samninga. Hann sagði okkur að hann fengi rúmar 300 kr. fyrir kg af lambakjötinu. Við fólkið í landinu erum að kaupa lambakjötið á 2000 - 4000 kr. kg út úr búð. Hvað verður um mismuninn? Ég vildi gjarnan kaupa skrokkinn á 300 kr. eða jafnvel meira, beint frá bónda. Eru þeir með næstum því sama kaup og öryrkjar ef allt er tekið af í umönnun og fæði?
Í sjónvarpinu, nánar tiltekið Víglinunni þann 7.okt. síðastliðinn, var stjórnandinn að tala við Katrínu, formann vinstri græna. Þar kom fram að lægstu launin væru 169.000 kr. á mánuði. Bjarni forsetisráðherra slapp fyrir horn með sínar 50 millur fyrir hrun meðan aðrir misstu allt sitt, það munar ekki um það, en afhverju fær þessi maður að halda áfram í pólitík þegar fjármálasaga hans er svona en Sigmundur Davíð var látinn fara. Sumt fólk í landinu eru með 1 til 2 miljónir pr. mán. meðan aðrir eru með rúmlega 100 þúsund kr. í laun á mánuði. Er þetta sanngjarnt?
Nú er stutt í næstu alþingiskostningar og flestir flokkar lofa öllu góðu um að bæta kjör aldraðra og öryrkja. En stenst það, já ef vinstri flokkar eða miðju flokkar komast að. Það er okkar að kjósa þessa flokka, við fólkið í landinu. Kjósum Flokk fólksins. Þá ná kannski aldraðir og öryrkjar endum saman þegar þeir eru búnir að borga reikninga. Þeir sem lifa kannski á 35.000 kr. út mán.
Höfundur er sjúkraliði.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar