Þátttaka óskast – en á hvaða forsendum? Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 26. október 2017 11:45 Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun