Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2017 13:03 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera. Vísir/Getty Um sjö prósent þeirra sem skráðir eru í trúfélag Zúista sögðu sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag. Í svari Þjóðskrár við fyrirspurn Vísis kemur fram að 168 manns hafi sagt sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag, tíu í gær og tveir það sem af er degi. Fyrir þriðjudaginn höfðu 79 manns skráð sig úr söfnuðinum það sem af er október. Alls eru nú skráðir 2.385 manns í söfnuð Zúista. Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. Deilt hafði verið um hver færi með stjórn félagsins en embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra varð við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins. Deilurnar um félagið má rekja til þess þegar hópur manna tók félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Um sjö prósent þeirra sem skráðir eru í trúfélag Zúista sögðu sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag. Í svari Þjóðskrár við fyrirspurn Vísis kemur fram að 168 manns hafi sagt sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag, tíu í gær og tveir það sem af er degi. Fyrir þriðjudaginn höfðu 79 manns skráð sig úr söfnuðinum það sem af er október. Alls eru nú skráðir 2.385 manns í söfnuð Zúista. Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. Deilt hafði verið um hver færi með stjórn félagsins en embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra varð við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins. Deilurnar um félagið má rekja til þess þegar hópur manna tók félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30
Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00