Hvatning til stjórnmálamanna Hallgrímur Axelsson skrifar 27. október 2017 07:00 Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar