Klúbburinn Geysir með þér út í lífið Benedikt Gestsson skrifar 27. október 2017 07:00 Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun