Íslensk stjórnmálaumræða og ný stjórnarskrá Stefán Erlendsson skrifar 27. október 2017 07:00 Um daginn hitti ég sænsk hjón sem komu hingað til lands í stutt frí. Við tókum tal saman og ræddum dágóða stund um stjórnmál á Íslandi og í Svíþjóð og muninn á stjórnmálamenningu landanna. Konan sem er hagfræðingur hafði komið til Íslands fyrir tveimur árum og lenti þá fyrir tilviljun á Alþingisrásinni þegar hún var að horfa á sjónvarp. Hún sagðist ekki hafa skilið allt sem fram fór en gat ekki betur séð en að þingmenn væru reiðir og atyrtu hver annan úr ræðustóli og furðaði sig á þessu háttalagi. Í Svíþjóð beri stjórnmálamenn virðingu fyrir pólitískum andstæðingum sínum og geri sér far um að vera kurteisir og málefnalegir. Ég upplýsti hjónin um að líklega hefði hún hitt á dagskrárlið sem sumir kalla „hálftíma hálfvitanna“ og að hér væri rík átakahefð í stjórnmálum – stóryrði, persónuníð og skætingur einkenndu stjórnmálaumræður á Íslandi. Lýsandi dæmi um þetta eru niðrandi ummæli fyrrverandi menntamálaráðherra um sérfræðing hjá Merrill Lynch bankanum sem varaði Íslendinga við skömmu fyrir bankahrunið 2008. Ráðherrann lýsti því yfir að maðurinn vissi ekkert í sinn haus og þyrfti greinilega á endurmenntun að halda en hafði varla sleppt orðinu þegar bankarnir féllu með brauki og bramli. Eftir þessa tölu setti viðmælendur mína hljóða um stund en hjónin spurðu síðan hvort ég kynni einhverjar skýringar á því hvers vegna íslensk stjórnmál væru þessu marki brennd. Algeng skoðun er sú að „ósiðirnir“ í umræðunni eigi sér menningarlegar rætur. Til dæmis hefur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við H.Í., bent á að „ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við með svipað regluverk en samt þróast stjórnmálin hjá okkur öðruvísi. Það hefur mikið að gera með söguna og hvað verður venjuleg hegðun innan kerfisins og í rauninni stjórnmálasiðmenning…“ Að mati Ólafs er enginn hægðarleikur að breyta umræðuhefðinni. „Fyrsta skrefið er að tala um þetta.“ Bæði fræðasamfélagið og almenningur geti hér gegnt veigamiklu hlutverki en mikilvægast sé „að stjórnmálamennirnir átti sig á þessu sjálfir“ (Fréttatíminn, 4. maí 2012). Fátt bendir þó til að þeir muni gera það í bráð eða lengd. Þrátt fyrir góðan ásetning fólks sem tekur sæti á Alþingi er eins og það gangi í björg og komi út aftur sem umskiptingar. Núna síðast Guðmundur Steingrímsson, stofnandi og fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar. Hann einsetti sér að breyta starfsanda og vinnulagi Alþingis til hins betra en rankaði á endanum við sér í foraðinu miðju. Á hinn bóginn eru aðrir sem líta svo á að umræðusiðirnir séu ekki einvörðungu menningarleg afurð heldur ráðist jafnframt af kerfislægum þáttum s.s. skipulagi og starfsháttum á vinnumarkaði, stofnanafyrirkomulagi stjórnmálanna, viðteknum hagstjórnaraðferðum og skipan flokkakerfisins. Þeirra á meðal eru Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við H.Í., og Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við sama skóla.Aðhaldstæki Fulltrúar Pírata taka í sama streng og halda því fram að rót vandans liggi í stjórnkerfinu sem bjóði heim óheftu meirihlutaræði. Öndvert við Ólaf Þ. Harðarson, sem telur að vandinn verði ekki leystur með kerfisbreytingum, hafa þeir lagt til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur til að stemma stigu við yfirgangi meirihlutans gagnvart minnihlutanum. Slíkt ákvæði, sem heimilaði tilgreindum minnihluta Alþingis og/eða hópi kjósenda að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu í umdeildum málum, er öðrum þræði hugsað sem aðhaldstæki gagnvart meirihlutanum. Píratar binda einnig vonir við að ákvæði sem þetta stuðli að bættum samskiptum milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þinginu. Sambærilegt ákvæði er að finna í Stjórnarskrá fólksins sem var samþykkt með 67,5% greiddra atkvæða í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöður gagnmerkrar samanburðarrannsóknar á stjórnmálaumræðum í nokkrum löndum renna stoðum undir fyrirkomulag af þessu tagi. Til grundvallar rannsókninni, sem unnin var af alþjóðlegu rannsóknarteymi með aðsetur í Sviss, liggja stofnana- og atferliskenningar í félagsfræði, greining stjórnmálafræðingsins Arends Lijphart á samkeppnis- og samvinnustjórnkerfum og kenningar á sviði rökræðulýðræðis. Eitt mikilvægt einkenni samvinnustjórnkerfa samkvæmt Lijphart eru aðhaldstæki á borð við þjóðaratkvæðagreiðslur. Rannsóknin leiðir m.a. í ljós að þegar minnihlutinn getur skotið umdeildum málum í þjóðaratkvæði skapar það hvata og/eða knýr meirihlutann til að koma fram við minnihlutann af meiri virðingu en ella og jafnvel taka tillit til sjónarmiða hans ólíkt því sem tíðkast í stjórnkerfum þar sem slíkt er ekki til staðar. Það er t.d. borðleggjandi að ef nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þegar breyting á lögum um stjórn fiskveiða var samþykkt á Alþingi vorið 2013 hefði stjórnarmeirihlutinn verið gerður afturreka með málið eða séð sig knúinn til að miðla málum eða semja við minnihlutann. Tæplega 15 prósent kjósenda höfðu mótmælt þessari ákvörðun með því að rita nafn sitt á undirskriftalista og skoðanakannanir sýndu að þorri landsmanna var mótfallinn lagabreytingunni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Um daginn hitti ég sænsk hjón sem komu hingað til lands í stutt frí. Við tókum tal saman og ræddum dágóða stund um stjórnmál á Íslandi og í Svíþjóð og muninn á stjórnmálamenningu landanna. Konan sem er hagfræðingur hafði komið til Íslands fyrir tveimur árum og lenti þá fyrir tilviljun á Alþingisrásinni þegar hún var að horfa á sjónvarp. Hún sagðist ekki hafa skilið allt sem fram fór en gat ekki betur séð en að þingmenn væru reiðir og atyrtu hver annan úr ræðustóli og furðaði sig á þessu háttalagi. Í Svíþjóð beri stjórnmálamenn virðingu fyrir pólitískum andstæðingum sínum og geri sér far um að vera kurteisir og málefnalegir. Ég upplýsti hjónin um að líklega hefði hún hitt á dagskrárlið sem sumir kalla „hálftíma hálfvitanna“ og að hér væri rík átakahefð í stjórnmálum – stóryrði, persónuníð og skætingur einkenndu stjórnmálaumræður á Íslandi. Lýsandi dæmi um þetta eru niðrandi ummæli fyrrverandi menntamálaráðherra um sérfræðing hjá Merrill Lynch bankanum sem varaði Íslendinga við skömmu fyrir bankahrunið 2008. Ráðherrann lýsti því yfir að maðurinn vissi ekkert í sinn haus og þyrfti greinilega á endurmenntun að halda en hafði varla sleppt orðinu þegar bankarnir féllu með brauki og bramli. Eftir þessa tölu setti viðmælendur mína hljóða um stund en hjónin spurðu síðan hvort ég kynni einhverjar skýringar á því hvers vegna íslensk stjórnmál væru þessu marki brennd. Algeng skoðun er sú að „ósiðirnir“ í umræðunni eigi sér menningarlegar rætur. Til dæmis hefur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við H.Í., bent á að „ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við með svipað regluverk en samt þróast stjórnmálin hjá okkur öðruvísi. Það hefur mikið að gera með söguna og hvað verður venjuleg hegðun innan kerfisins og í rauninni stjórnmálasiðmenning…“ Að mati Ólafs er enginn hægðarleikur að breyta umræðuhefðinni. „Fyrsta skrefið er að tala um þetta.“ Bæði fræðasamfélagið og almenningur geti hér gegnt veigamiklu hlutverki en mikilvægast sé „að stjórnmálamennirnir átti sig á þessu sjálfir“ (Fréttatíminn, 4. maí 2012). Fátt bendir þó til að þeir muni gera það í bráð eða lengd. Þrátt fyrir góðan ásetning fólks sem tekur sæti á Alþingi er eins og það gangi í björg og komi út aftur sem umskiptingar. Núna síðast Guðmundur Steingrímsson, stofnandi og fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar. Hann einsetti sér að breyta starfsanda og vinnulagi Alþingis til hins betra en rankaði á endanum við sér í foraðinu miðju. Á hinn bóginn eru aðrir sem líta svo á að umræðusiðirnir séu ekki einvörðungu menningarleg afurð heldur ráðist jafnframt af kerfislægum þáttum s.s. skipulagi og starfsháttum á vinnumarkaði, stofnanafyrirkomulagi stjórnmálanna, viðteknum hagstjórnaraðferðum og skipan flokkakerfisins. Þeirra á meðal eru Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við H.Í., og Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við sama skóla.Aðhaldstæki Fulltrúar Pírata taka í sama streng og halda því fram að rót vandans liggi í stjórnkerfinu sem bjóði heim óheftu meirihlutaræði. Öndvert við Ólaf Þ. Harðarson, sem telur að vandinn verði ekki leystur með kerfisbreytingum, hafa þeir lagt til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur til að stemma stigu við yfirgangi meirihlutans gagnvart minnihlutanum. Slíkt ákvæði, sem heimilaði tilgreindum minnihluta Alþingis og/eða hópi kjósenda að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu í umdeildum málum, er öðrum þræði hugsað sem aðhaldstæki gagnvart meirihlutanum. Píratar binda einnig vonir við að ákvæði sem þetta stuðli að bættum samskiptum milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þinginu. Sambærilegt ákvæði er að finna í Stjórnarskrá fólksins sem var samþykkt með 67,5% greiddra atkvæða í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöður gagnmerkrar samanburðarrannsóknar á stjórnmálaumræðum í nokkrum löndum renna stoðum undir fyrirkomulag af þessu tagi. Til grundvallar rannsókninni, sem unnin var af alþjóðlegu rannsóknarteymi með aðsetur í Sviss, liggja stofnana- og atferliskenningar í félagsfræði, greining stjórnmálafræðingsins Arends Lijphart á samkeppnis- og samvinnustjórnkerfum og kenningar á sviði rökræðulýðræðis. Eitt mikilvægt einkenni samvinnustjórnkerfa samkvæmt Lijphart eru aðhaldstæki á borð við þjóðaratkvæðagreiðslur. Rannsóknin leiðir m.a. í ljós að þegar minnihlutinn getur skotið umdeildum málum í þjóðaratkvæði skapar það hvata og/eða knýr meirihlutann til að koma fram við minnihlutann af meiri virðingu en ella og jafnvel taka tillit til sjónarmiða hans ólíkt því sem tíðkast í stjórnkerfum þar sem slíkt er ekki til staðar. Það er t.d. borðleggjandi að ef nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þegar breyting á lögum um stjórn fiskveiða var samþykkt á Alþingi vorið 2013 hefði stjórnarmeirihlutinn verið gerður afturreka með málið eða séð sig knúinn til að miðla málum eða semja við minnihlutann. Tæplega 15 prósent kjósenda höfðu mótmælt þessari ákvörðun með því að rita nafn sitt á undirskriftalista og skoðanakannanir sýndu að þorri landsmanna var mótfallinn lagabreytingunni. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun