Kjarkur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar