Hvað kýst þú? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 27. október 2017 11:16 Á morgun verður gengið til kosninga. Þú hefur valdið, kjósandi góður. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum kosninganna! Það er í þínu valdi hvort ég sem frambjóðandi komist inn á Alþingi Íslendinga eða ekki. Það getur munað einu atkvæði. Þú getur valið hvaða stefnu verður fylgt á næstu fjórum árum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu.Traust í stjórnmálumSumir segja að kosningar skipti ekki máli og vilja ekki fara á kjörstað. Þeir aðilar láta öðrum það eftir að velja hverjir stjórna. Það er skiljanlegt að einhverjir beri ekki mikið traust til stjórnmálanna. Undanfarin tíu ár hefur rótleysi og vantraust einkennt stjórnmálin hér á landi. Við stjórnmálafólk höfum verk að vinna við að byggja að nýju upp traust á stjórnmálin. Það gerum við með því að segja það sem við gerum og gera það sem við segjum.Eflum beint lýðræðiEfla þarf beint lýðræði meðal annars með breytingu á stjórnarskrá. Reynslan hefur kennt okkur að þegar við stöndum frammi fyrir okkar stærstu ákvörðunum skilar almenningur bestu niðurstöðunni. Eitt af þeim málum sem við stöndum frammi fyrir núna er að móta framtíðarsýn varðandi stór mál eins og þjóðarsjúkrahús og innanlandsflugvöll. Það eru mál sem gott væri að leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkar atkvæðagreiðslur gætu farið fram samhliða kosningum til sveitarstjórna og Alþingis.Við getum gert beturVið erum fámenn þjóð, einungis um 340.000. Vegna þess höfum við möguleika á því að vera eins og sportbíll frekar en þungur trukkur. Við getum verið sveigjanlegri en stærri þjóðir og innleitt breytingar hraðar. Þess vegna tel ég að við getum gert betur á mörgum sviðum samfélagsins. Besta leiðin til þess að árangur náist er að sátt ríki. Besta leiðin til að ná sátt og viðhalda liðsheild er að allir taki þátt og lýðræðisleg niðurstaða náist í erfiðum málum. Ég vona að þú nýtir lýðræðislegan rétt þinn á morgun og kjósir. Þannig tekur þú þátt í að móta framtíð okkar allra.Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á morgun verður gengið til kosninga. Þú hefur valdið, kjósandi góður. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum kosninganna! Það er í þínu valdi hvort ég sem frambjóðandi komist inn á Alþingi Íslendinga eða ekki. Það getur munað einu atkvæði. Þú getur valið hvaða stefnu verður fylgt á næstu fjórum árum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu.Traust í stjórnmálumSumir segja að kosningar skipti ekki máli og vilja ekki fara á kjörstað. Þeir aðilar láta öðrum það eftir að velja hverjir stjórna. Það er skiljanlegt að einhverjir beri ekki mikið traust til stjórnmálanna. Undanfarin tíu ár hefur rótleysi og vantraust einkennt stjórnmálin hér á landi. Við stjórnmálafólk höfum verk að vinna við að byggja að nýju upp traust á stjórnmálin. Það gerum við með því að segja það sem við gerum og gera það sem við segjum.Eflum beint lýðræðiEfla þarf beint lýðræði meðal annars með breytingu á stjórnarskrá. Reynslan hefur kennt okkur að þegar við stöndum frammi fyrir okkar stærstu ákvörðunum skilar almenningur bestu niðurstöðunni. Eitt af þeim málum sem við stöndum frammi fyrir núna er að móta framtíðarsýn varðandi stór mál eins og þjóðarsjúkrahús og innanlandsflugvöll. Það eru mál sem gott væri að leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkar atkvæðagreiðslur gætu farið fram samhliða kosningum til sveitarstjórna og Alþingis.Við getum gert beturVið erum fámenn þjóð, einungis um 340.000. Vegna þess höfum við möguleika á því að vera eins og sportbíll frekar en þungur trukkur. Við getum verið sveigjanlegri en stærri þjóðir og innleitt breytingar hraðar. Þess vegna tel ég að við getum gert betur á mörgum sviðum samfélagsins. Besta leiðin til þess að árangur náist er að sátt ríki. Besta leiðin til að ná sátt og viðhalda liðsheild er að allir taki þátt og lýðræðisleg niðurstaða náist í erfiðum málum. Ég vona að þú nýtir lýðræðislegan rétt þinn á morgun og kjósir. Þannig tekur þú þátt í að móta framtíð okkar allra.Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar