Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir skrifar 27. október 2017 12:14 Ég er týpísk 28 ára íslensk (ung) kona. Ólst upp í Hlíðunum, fór í Kvennó og beint í lagadeild Háskóla Íslands. Tók ár af meistaranámi mínu í skiptinámi í Belgíu þar sem ég kynntist því að búa á meginlandinu, taka lestir og kaupa vín í matvörubúðinni og ferskmeti sem entist þrefalt lengur en heima á Íslandi. Ég kom aftur heim til að klára námið en hugur minn varð eftir á meginlandinu. Tilviljun ein réð því að mér var boðin vinna á Íslandi beint eftir nám svo öllum plönum um að flytjast erlendis var slegið á frest í bili. Ég er hin venjulega íslenska unga kona sem flokkar rusl, borðar ekki kjöt, drekkur bjór, á ekki bíl og eyði þriðjungi ráðstöfunartekna minna í húsaleigu. Síðustu fimm ár hefur það ekki hvarflað að mér að ég muni búa á Íslandi til frambúðar. Til hvers? Annað en náttúruna, fjölskyldu og vini og sundlaugar hefur mér ekki þótt þetta land hafa neitt til að bjóða mér. Svo gerðist hið óvænta. Ég varð ólétt og er nú gengin fimm mánuði með mitt fyrsta barn. Fram að því hafði ég ekki haft snefil af áhuga á því að skipta mér af stjórnmálum enda umræðuhefðin í kringum þau ógeðfelld og sem svona tiltölulega upplýstur meðlimur pöpulsins hefur mér fundist eins og margir þessara jakkafataklæddu miðaldra karla sem stjórna landinu vera að hugsa um allt aðra hagsmuni en mína. En svo varð ég ólétt og áttaði mig á því að ég þarf víst að hugsa um eitthvað annað en bara sjálfa mig. Nú þarf ég að hugsa um framtíðina. Það var þess vegna sem ég bankaði á dyr Bjartrar framtíðar eftir atburði síðasta mánaðar. Ég hafði fylgst með flokknum, kosið hann og vissi að þar gæti ég hugsanlega átt einhverja samleið. Og það reyndist svo sannarlega rétt. Ég er í flokki sem afsalaði sér völdum vegna prinsippa. Prinsippa um það að ríki ekki traust í ríkisstjórnarsamstarfi getur það samstarf ekki haldið áfram. Samstarf er mikilvægt orð í pólitík. Ég hef hingað til talið að með því að kjósa flokk sé ég að kjósa fólk sem á í samstarfi við annað fólk á Alþingi og kemur þannig málum áfram. En nei, svo virðist sem sumir flokkar á Alþingi styðji ekki einu sinni við þingsályktunartillögur eða frumvörp sem varða góðan málstað ef þau eru ekki 100% í línu við „hagsmuni” flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn studdi t.d. ekki við frumvarp um breytingar á Útlendingalögunum sem varð til þess að Mary og Haniye og fleiri fjölskyldur fengu alþjóðlega vernd á Íslandi. Af hverju ekki? Rök þeirra um að það myndi auka líkur á mansali halda náttúrulega ekki vatni þar sem þessar tilteknu lagabreytingar áttu bara við um umsækjendur sem voru komnir til landsins – það eru breytingar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í gegn en studdi samt ekki frumvarpið. Björt framtíð á hins vegar met í því að styðja við þingsályktunartillögur og frumvörp annarra flokka. Enda teljum við að starf þingmanna felist í samstarfi og að hagsmunir almennings eigi að ráða för. En hvað vil ég? Ég vil búa í landi þar sem menntun setur ekki alla nemendur í sama kassann. Ég vil skapandi og fjölbreytta menntun sem er sniðin að þörfum nemenda. Ég vil hafa val um það hvort ég eigi að kaupa mér íbúð eða vera á heilbrigðum leigumarkaði.Ef ég skyldi vilja kaupa mér íbúð væri ég til í að geta gert það með gjaldmiðli sem er stöðugur. Ég nenni engum óþarfa skyndilausnum varðandi verðtrygginguna. Losum okkur undan krónunni og þá þurfum við ekki lengur skyndilausnir. Ég vil að geðheilbrigðisþjónusta verði jafn góð og sú þjónusta sem ég er nú að fá í mæðravernd. Ég vil styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis í réttarvörslukerfinu. Að þolendur fái hlutaðild að sakamálum og að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögum. Ég vil efla mannréttindi fatlaðra, hinsegin fólks, trans og fólks af erlendum uppruna. Ég vil að val mitt um bíllausan lífsstíl sé raunhæfari möguleiki með styrkingu á almenningssamgöngum. Ég vil borga hóflega skatta og að til staðar sé kerfi sem grípur mig ef ég veikist, missi vinnuna eða slasast og verð óvinnufær tímabundið eða til frambúðar. Ég vil að það séu jafn margar konur og karlar í Hæstarétti, í stjórnum fyrirtækja, sem kenna í leikskólum og hjúkra á spítölum, og að allir fái sanngjörn og jöfn laun fyrir vinnuna sína. Ef það sem þarf er að setja kynjakvóta á allt heila klabbið þá bara gerum við það. Því það er ljóst að það þarf að grípa inn í til að jafnrétti náist á öllum vígstöðvum. Ég vil að vernda náttúruna svo að ófætt barn mitt fái að njóta hennar. Ég vil að auðlindir landsins séu eign almennings en ekki fárra auðmanna. Ég vil taka á móti eins mörgu fólki á flótta og við mögulega getum. Það þýðir ekki að ég vilji að fátækt fólk á Íslandi búi á götunni og svelti. Ég vil að fólk geti lifað á fæðingarstyrk námsmanna og að fæðingarorlof verði lengt. Ég vil að Björt Framtíð komist á þing til að tryggja að þar sé fólk sem starfar að heiðarleika og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ef þú lesandi góður vilt það sama og ég, endilega settu x við A á morgun. Ég er í framboði fyrir Bjarta framtíð því ef framtíðarsýn okkar verður að veruleika þá er líklegra að ég, jafnaldrar mínir og börnin okkar munum vilja búa hér til frambúðar. Ef ekki, þá held ég mig bara við framtíðarplön um lestarferðir og stöðugri efnahag í landi þar sem Íslenska er ekki töluð, en ég kæmi eflaust í heimsókn einu sinni á ári til að fara í sund.Auður Kolbrá BirgisdóttirHöfundur skipar annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Ég er týpísk 28 ára íslensk (ung) kona. Ólst upp í Hlíðunum, fór í Kvennó og beint í lagadeild Háskóla Íslands. Tók ár af meistaranámi mínu í skiptinámi í Belgíu þar sem ég kynntist því að búa á meginlandinu, taka lestir og kaupa vín í matvörubúðinni og ferskmeti sem entist þrefalt lengur en heima á Íslandi. Ég kom aftur heim til að klára námið en hugur minn varð eftir á meginlandinu. Tilviljun ein réð því að mér var boðin vinna á Íslandi beint eftir nám svo öllum plönum um að flytjast erlendis var slegið á frest í bili. Ég er hin venjulega íslenska unga kona sem flokkar rusl, borðar ekki kjöt, drekkur bjór, á ekki bíl og eyði þriðjungi ráðstöfunartekna minna í húsaleigu. Síðustu fimm ár hefur það ekki hvarflað að mér að ég muni búa á Íslandi til frambúðar. Til hvers? Annað en náttúruna, fjölskyldu og vini og sundlaugar hefur mér ekki þótt þetta land hafa neitt til að bjóða mér. Svo gerðist hið óvænta. Ég varð ólétt og er nú gengin fimm mánuði með mitt fyrsta barn. Fram að því hafði ég ekki haft snefil af áhuga á því að skipta mér af stjórnmálum enda umræðuhefðin í kringum þau ógeðfelld og sem svona tiltölulega upplýstur meðlimur pöpulsins hefur mér fundist eins og margir þessara jakkafataklæddu miðaldra karla sem stjórna landinu vera að hugsa um allt aðra hagsmuni en mína. En svo varð ég ólétt og áttaði mig á því að ég þarf víst að hugsa um eitthvað annað en bara sjálfa mig. Nú þarf ég að hugsa um framtíðina. Það var þess vegna sem ég bankaði á dyr Bjartrar framtíðar eftir atburði síðasta mánaðar. Ég hafði fylgst með flokknum, kosið hann og vissi að þar gæti ég hugsanlega átt einhverja samleið. Og það reyndist svo sannarlega rétt. Ég er í flokki sem afsalaði sér völdum vegna prinsippa. Prinsippa um það að ríki ekki traust í ríkisstjórnarsamstarfi getur það samstarf ekki haldið áfram. Samstarf er mikilvægt orð í pólitík. Ég hef hingað til talið að með því að kjósa flokk sé ég að kjósa fólk sem á í samstarfi við annað fólk á Alþingi og kemur þannig málum áfram. En nei, svo virðist sem sumir flokkar á Alþingi styðji ekki einu sinni við þingsályktunartillögur eða frumvörp sem varða góðan málstað ef þau eru ekki 100% í línu við „hagsmuni” flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn studdi t.d. ekki við frumvarp um breytingar á Útlendingalögunum sem varð til þess að Mary og Haniye og fleiri fjölskyldur fengu alþjóðlega vernd á Íslandi. Af hverju ekki? Rök þeirra um að það myndi auka líkur á mansali halda náttúrulega ekki vatni þar sem þessar tilteknu lagabreytingar áttu bara við um umsækjendur sem voru komnir til landsins – það eru breytingar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í gegn en studdi samt ekki frumvarpið. Björt framtíð á hins vegar met í því að styðja við þingsályktunartillögur og frumvörp annarra flokka. Enda teljum við að starf þingmanna felist í samstarfi og að hagsmunir almennings eigi að ráða för. En hvað vil ég? Ég vil búa í landi þar sem menntun setur ekki alla nemendur í sama kassann. Ég vil skapandi og fjölbreytta menntun sem er sniðin að þörfum nemenda. Ég vil hafa val um það hvort ég eigi að kaupa mér íbúð eða vera á heilbrigðum leigumarkaði.Ef ég skyldi vilja kaupa mér íbúð væri ég til í að geta gert það með gjaldmiðli sem er stöðugur. Ég nenni engum óþarfa skyndilausnum varðandi verðtrygginguna. Losum okkur undan krónunni og þá þurfum við ekki lengur skyndilausnir. Ég vil að geðheilbrigðisþjónusta verði jafn góð og sú þjónusta sem ég er nú að fá í mæðravernd. Ég vil styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis í réttarvörslukerfinu. Að þolendur fái hlutaðild að sakamálum og að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögum. Ég vil efla mannréttindi fatlaðra, hinsegin fólks, trans og fólks af erlendum uppruna. Ég vil að val mitt um bíllausan lífsstíl sé raunhæfari möguleiki með styrkingu á almenningssamgöngum. Ég vil borga hóflega skatta og að til staðar sé kerfi sem grípur mig ef ég veikist, missi vinnuna eða slasast og verð óvinnufær tímabundið eða til frambúðar. Ég vil að það séu jafn margar konur og karlar í Hæstarétti, í stjórnum fyrirtækja, sem kenna í leikskólum og hjúkra á spítölum, og að allir fái sanngjörn og jöfn laun fyrir vinnuna sína. Ef það sem þarf er að setja kynjakvóta á allt heila klabbið þá bara gerum við það. Því það er ljóst að það þarf að grípa inn í til að jafnrétti náist á öllum vígstöðvum. Ég vil að vernda náttúruna svo að ófætt barn mitt fái að njóta hennar. Ég vil að auðlindir landsins séu eign almennings en ekki fárra auðmanna. Ég vil taka á móti eins mörgu fólki á flótta og við mögulega getum. Það þýðir ekki að ég vilji að fátækt fólk á Íslandi búi á götunni og svelti. Ég vil að fólk geti lifað á fæðingarstyrk námsmanna og að fæðingarorlof verði lengt. Ég vil að Björt Framtíð komist á þing til að tryggja að þar sé fólk sem starfar að heiðarleika og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ef þú lesandi góður vilt það sama og ég, endilega settu x við A á morgun. Ég er í framboði fyrir Bjarta framtíð því ef framtíðarsýn okkar verður að veruleika þá er líklegra að ég, jafnaldrar mínir og börnin okkar munum vilja búa hér til frambúðar. Ef ekki, þá held ég mig bara við framtíðarplön um lestarferðir og stöðugri efnahag í landi þar sem Íslenska er ekki töluð, en ég kæmi eflaust í heimsókn einu sinni á ári til að fara í sund.Auður Kolbrá BirgisdóttirHöfundur skipar annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun