Hrekkjavökusjúk og skreytir allt hátt og lágt Guðný Hrönn skrifar 28. október 2017 11:00 Sigga Dögg og Benjamín Leó Hermannsson. VÍSIR/ANTON BRINK Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“ Hrekkjavaka Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“
Hrekkjavaka Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira