Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.
Hér að neðan ætlum við að kynnast Vox Felix kórnum frá Reykjanesbæ sem kemur fram í fjórða þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.
Vox Felix
Hópurinn samanstendur af um 20 einstaklingum á aldrinum 20 til 35 ára. Nafnið Vox Felix þýðir í raun Hamingjuraddirnar og var kórinn stofnaður árið 2011. Meðlimir hópsins segjast hafa gaman af því að syngja alls konar lög, bæði gömul og ný.
Hér að neðan má sjá kórinn syngja Take Me To Church og Son of a Preacher Man.