Fá nýja sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Fleiri sérgreinalæknar eru komnir til Sjúkrahússins á Akureyri (SAK) þó ekki sé búið að manna allar stöður. Ráðningar ganga nú betur. vísir/pjetur Undanfarin misseri hefur gengið betur að ráða sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) en síðustu ár að mati Sigurðar Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á SAK. Sjúkrahúsið hefur unnið að því að fá til sín sérgreinalækna síðustu ár en oft ekki haft erindi sem erfiði. „Við erum búin að ráða bæklunarskurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna, almenna skurðlækna, þvagfæraskurðlækni og lyflækni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður. „Við erum ekki komin á þann stað að manna allar stöður en staðan í mörgum greinum er betri en oft áður.“ Að auki nefnir Sigurður að vel hafi gengið að ráða unglækna við sjúkrahúsið. Þær stöður eru nokkuð mikilvægar að mati Sigurðar. „Þá hefur vel gengið að manna unglæknastöður hjá okkur. Það er alltaf gott ef við horfum fram í tímann.“ Fyrir viku tilkynnti sjúkrahúsið að nýr þvagfæraskurðlæknir hafi verið ráðinn í hlutastarf til sjúkrahússins. Sá heitir Jón Örn Friðriksson. „Jón Örn mun starfa í hlutastarfi og alla jafna vera á sjúkrahúsinu vikulega, þriðjudaga og miðvikudaga. Hann mun sinna göngudeildarþjónustu þvagfæravandamála, legudeildarsjúklingum og speglunum ásamt aðgerðum á skurðstofu,“ sagði í tilkynningu sjúkrahússins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Undanfarin misseri hefur gengið betur að ráða sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) en síðustu ár að mati Sigurðar Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á SAK. Sjúkrahúsið hefur unnið að því að fá til sín sérgreinalækna síðustu ár en oft ekki haft erindi sem erfiði. „Við erum búin að ráða bæklunarskurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna, almenna skurðlækna, þvagfæraskurðlækni og lyflækni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður. „Við erum ekki komin á þann stað að manna allar stöður en staðan í mörgum greinum er betri en oft áður.“ Að auki nefnir Sigurður að vel hafi gengið að ráða unglækna við sjúkrahúsið. Þær stöður eru nokkuð mikilvægar að mati Sigurðar. „Þá hefur vel gengið að manna unglæknastöður hjá okkur. Það er alltaf gott ef við horfum fram í tímann.“ Fyrir viku tilkynnti sjúkrahúsið að nýr þvagfæraskurðlæknir hafi verið ráðinn í hlutastarf til sjúkrahússins. Sá heitir Jón Örn Friðriksson. „Jón Örn mun starfa í hlutastarfi og alla jafna vera á sjúkrahúsinu vikulega, þriðjudaga og miðvikudaga. Hann mun sinna göngudeildarþjónustu þvagfæravandamála, legudeildarsjúklingum og speglunum ásamt aðgerðum á skurðstofu,“ sagði í tilkynningu sjúkrahússins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00