Sálfræðiþjónusta forvörn gegn sjálfsvígum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. október 2017 09:55 Sjálfsvíg er harmleikur. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun eru flóknar og margslungnar þar á meðal félagslegar aðstæður sem hafa orðið viðkomandi andsnúnar, skyndileg áföll, missir eða langvarandi streita, persónuleikaþættir sem kunna að einkennast af reiði og hvatvísi, óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla og síðast en ekki síst, þunglyndi og/eða mikill kvíði eins og segir á vef Landlæknis. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Vitað er um sjálfsvígstilraunir barna hér á landi alveg niður í 12-13 ára.Forvarnir Margt hefur áunnist í forvarnarmálum undanfarin ár er varðar þennan viðkvæma málaflokk. Umræðan hefur opnast og þannig hefur skapast vettvangur til að fræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Aldrei má sofna á verðinum og þurfa stjórnvöld og almenningur að standa vaktina saman. Forvarnir eru með ýmsu móti. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna. Forvarnir skila bestum árangri sé þeim beitt snemma, markvisst og með reglubundnum hætti. Forvarnir fela líka í sér viðvarandi meðvitund um ýmis hættueinkenni svo hægt sé að grípa inn í og stöðva vaxandi vandamál með viðeigandi lausn. Til að stemma stigu við tilraunum til sjálfsvígs skiptir sköpum að greina einkenni undirliggjandi vanlíðunar fljótt og nákvæmlega. Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn til mergjar kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki vanlíðunar og að hegðunarbreyting í einhverjum mæli hafði átt sér stað. Þetta á þó alls ekki við í öllum tilfellum. Ef hegðun barns hefur versnað til muna bæði á heimili og í skóla og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni depurð og leiða þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila sem fyrst svo hægt sé að leggja mat á alvarleika málsins. Sálfræðingar eru flestir sérhæfðir í að leggja mat á sjálfsvígshættu. Þeir eru jafnframt þjálfaðir í að beita viðtalstækni sem líklegust þykir til að skjólstæðingurinn tjái sig um sín innstu mál og fyrirætlanir. Sálfræðingar leggja mat á hvaða úrræði séu nauðsynleg hverju sinni. Í tilfellum barna og unglinga leiðbeina sálfræðingar foreldrum um hvaða einkenni flokkast sem hættueinkenni, hvernig þeim ber að bregðast við og hvenær ljóst sé að grípa þurfi inn í.Jöfn tækifæri til sálfræðiaðstoðar og frelsi til að velja Aðgengi að fagaðilum eins og sálfræðingum þarf að vera betra og tryggja að jafnræði sé gætt án tillits til efnahags fólks. Einstaklingar eldri en 18 ára sem glíma við þunglyndi og kvíða með tilheyrandi fylgifiskum hafa oftast ekki efni á sálfræðiaðstoð. Fullorðið fólk getur að sjálfsögðu leitað til geðlækna og er sú þjónusta niðurgreidd af ríkinu. Bið eftir tíma hjá geðlækni er í sumum tilfellum býsna löng. Fullorðið fólk hefur vissulega aðgang að bráðamóttöku í neyðartilfellum. Einstaklingnum ber að hafa frelsi til að velja sér þá þjónustu sem hann telur að best mæti sínum sérþörfum hverju sinni. Þetta val þarf að geta verið óháð efnahag og fjárhagslegri afkomu. Væri sálfræðiþjónusta niðurgreidd eins og geðlæknaþjónusta gæti einstaklingurinn valið hvort hann vilji leysa úr sálrænum vanda sínum og ná bættari líðan með því að sækja meðferð hjá sálfræðingi eða fara í viðtal hjá geðlækni og jafnvel fá ávísuð geðlyf í sama tilgangi. Í mörgum tilfellum, sérstaklega þeim erfiðustu, þarf fólk þjónustu beggja fagaðila. Eins og málin standa í dag hafa ekki allir jöfn tækifæri til að nýta sér sálfræðiþjónustu. Í raun má segja að sálfræðiþjónusta standi einungis þeim efnameiri til boða. Það þykir mörgum óskiljanlegt af hverju Íslendingum hefur ekki tekist að fylgja nágrannalöndum sínum í þessu efnum. Sálfræðiþjónusta er hluti af grunnheilbrigðisþjónustu í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það er löngu tímabært að sálfræðiþjónusta verði hluti af þeirri grunnheilbrigðisþjónustu sem almannatryggingakerfið tekur þátt í að greiða niður. Forvarnarúrræðin á borð við sálfræðiaðstoð þurfa að vera aðgengileg öllum án tillits til efnahags. Síðastliðinn áratug hafa sálfræðingar ítrekað reynt að fá ráðamenn til að sjá mikilvægi þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu m.a. með því að sýna fram á þann sparnað sem slíkur samningur myndi skapa í heilbrigðiskerfinu. Líklegt er að með tilkomu niðurgreiðslna á sálfræðiþjónustu geti dregið úr geðlyfjakostnaði. Væri slíkur þjónustusamningur til getur sálfræðiþjónusta sem slík flokkast sem raunhæf forvörn gegn sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum sem og öðrum erfiðleikum og vandamálum sem upp kunna að koma í lífi sérhvers einstaklings. Sálfræðingar eru nú komnir á flestar heilsugæslustöðvar landsins og ber því að fagna. Sálfræðiþjónustan er gjaldfrjáls fyrir börn frá 0 til 18 ára og konur sem vísað er af Mæðravernd. Enn vantar töluvert upp á að fullmanna allar stöður sálfræðinga. Fjármagnið sem var eyrnamerkt til aukningar sálfræðiþjónustu m.a. fyrir fullorðna skilaði sér ekki sem skyldi til heilsugæslustöðva. Þær stöðvar sem myndu vilja bæta við stöðuhlutfall sálfræðings þyrftu þá að taka það af öðrum rekstrarlið t.d. fækka öðru starfsfólki. Engar skýringar hafa fengist á af hverju þeir fjármunir sem eyrnamerktir voru til að auka stöðuhlutfall sálfræðinga skiluðu sér ekki þangað sem þeim var ætlað. Niðurstaðan er sú að aðeins þær stöðvar sem voru með rekstrarafgang gátu aukið við stöðugildi sálfræðings til að sinna aldurshópnum sem er eldri en 18 ára. Flokkur fólksins vill vinna að því að efla sálfræðiþjónustu í landinu annars vegar með því að þjónustan verði niðurgreidd eins og í nágrannalöndum okkar og hins vegar að heilsugæslustöðvar verði fullmannaðar sálfræðingum til að sinna öllum aldurshópum. Með þessum hætti geta allir haft jafnan aðgang að sálfræðiþjónustu og sömu tækifæri til að leita sálfræðiaðstoðar án tillits til efnahags eða fjárhagslegrar afkomu.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Sjálfsvíg er harmleikur. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun eru flóknar og margslungnar þar á meðal félagslegar aðstæður sem hafa orðið viðkomandi andsnúnar, skyndileg áföll, missir eða langvarandi streita, persónuleikaþættir sem kunna að einkennast af reiði og hvatvísi, óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla og síðast en ekki síst, þunglyndi og/eða mikill kvíði eins og segir á vef Landlæknis. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Vitað er um sjálfsvígstilraunir barna hér á landi alveg niður í 12-13 ára.Forvarnir Margt hefur áunnist í forvarnarmálum undanfarin ár er varðar þennan viðkvæma málaflokk. Umræðan hefur opnast og þannig hefur skapast vettvangur til að fræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Aldrei má sofna á verðinum og þurfa stjórnvöld og almenningur að standa vaktina saman. Forvarnir eru með ýmsu móti. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna. Forvarnir skila bestum árangri sé þeim beitt snemma, markvisst og með reglubundnum hætti. Forvarnir fela líka í sér viðvarandi meðvitund um ýmis hættueinkenni svo hægt sé að grípa inn í og stöðva vaxandi vandamál með viðeigandi lausn. Til að stemma stigu við tilraunum til sjálfsvígs skiptir sköpum að greina einkenni undirliggjandi vanlíðunar fljótt og nákvæmlega. Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn til mergjar kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki vanlíðunar og að hegðunarbreyting í einhverjum mæli hafði átt sér stað. Þetta á þó alls ekki við í öllum tilfellum. Ef hegðun barns hefur versnað til muna bæði á heimili og í skóla og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni depurð og leiða þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila sem fyrst svo hægt sé að leggja mat á alvarleika málsins. Sálfræðingar eru flestir sérhæfðir í að leggja mat á sjálfsvígshættu. Þeir eru jafnframt þjálfaðir í að beita viðtalstækni sem líklegust þykir til að skjólstæðingurinn tjái sig um sín innstu mál og fyrirætlanir. Sálfræðingar leggja mat á hvaða úrræði séu nauðsynleg hverju sinni. Í tilfellum barna og unglinga leiðbeina sálfræðingar foreldrum um hvaða einkenni flokkast sem hættueinkenni, hvernig þeim ber að bregðast við og hvenær ljóst sé að grípa þurfi inn í.Jöfn tækifæri til sálfræðiaðstoðar og frelsi til að velja Aðgengi að fagaðilum eins og sálfræðingum þarf að vera betra og tryggja að jafnræði sé gætt án tillits til efnahags fólks. Einstaklingar eldri en 18 ára sem glíma við þunglyndi og kvíða með tilheyrandi fylgifiskum hafa oftast ekki efni á sálfræðiaðstoð. Fullorðið fólk getur að sjálfsögðu leitað til geðlækna og er sú þjónusta niðurgreidd af ríkinu. Bið eftir tíma hjá geðlækni er í sumum tilfellum býsna löng. Fullorðið fólk hefur vissulega aðgang að bráðamóttöku í neyðartilfellum. Einstaklingnum ber að hafa frelsi til að velja sér þá þjónustu sem hann telur að best mæti sínum sérþörfum hverju sinni. Þetta val þarf að geta verið óháð efnahag og fjárhagslegri afkomu. Væri sálfræðiþjónusta niðurgreidd eins og geðlæknaþjónusta gæti einstaklingurinn valið hvort hann vilji leysa úr sálrænum vanda sínum og ná bættari líðan með því að sækja meðferð hjá sálfræðingi eða fara í viðtal hjá geðlækni og jafnvel fá ávísuð geðlyf í sama tilgangi. Í mörgum tilfellum, sérstaklega þeim erfiðustu, þarf fólk þjónustu beggja fagaðila. Eins og málin standa í dag hafa ekki allir jöfn tækifæri til að nýta sér sálfræðiþjónustu. Í raun má segja að sálfræðiþjónusta standi einungis þeim efnameiri til boða. Það þykir mörgum óskiljanlegt af hverju Íslendingum hefur ekki tekist að fylgja nágrannalöndum sínum í þessu efnum. Sálfræðiþjónusta er hluti af grunnheilbrigðisþjónustu í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það er löngu tímabært að sálfræðiþjónusta verði hluti af þeirri grunnheilbrigðisþjónustu sem almannatryggingakerfið tekur þátt í að greiða niður. Forvarnarúrræðin á borð við sálfræðiaðstoð þurfa að vera aðgengileg öllum án tillits til efnahags. Síðastliðinn áratug hafa sálfræðingar ítrekað reynt að fá ráðamenn til að sjá mikilvægi þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu m.a. með því að sýna fram á þann sparnað sem slíkur samningur myndi skapa í heilbrigðiskerfinu. Líklegt er að með tilkomu niðurgreiðslna á sálfræðiþjónustu geti dregið úr geðlyfjakostnaði. Væri slíkur þjónustusamningur til getur sálfræðiþjónusta sem slík flokkast sem raunhæf forvörn gegn sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum sem og öðrum erfiðleikum og vandamálum sem upp kunna að koma í lífi sérhvers einstaklings. Sálfræðingar eru nú komnir á flestar heilsugæslustöðvar landsins og ber því að fagna. Sálfræðiþjónustan er gjaldfrjáls fyrir börn frá 0 til 18 ára og konur sem vísað er af Mæðravernd. Enn vantar töluvert upp á að fullmanna allar stöður sálfræðinga. Fjármagnið sem var eyrnamerkt til aukningar sálfræðiþjónustu m.a. fyrir fullorðna skilaði sér ekki sem skyldi til heilsugæslustöðva. Þær stöðvar sem myndu vilja bæta við stöðuhlutfall sálfræðings þyrftu þá að taka það af öðrum rekstrarlið t.d. fækka öðru starfsfólki. Engar skýringar hafa fengist á af hverju þeir fjármunir sem eyrnamerktir voru til að auka stöðuhlutfall sálfræðinga skiluðu sér ekki þangað sem þeim var ætlað. Niðurstaðan er sú að aðeins þær stöðvar sem voru með rekstrarafgang gátu aukið við stöðugildi sálfræðings til að sinna aldurshópnum sem er eldri en 18 ára. Flokkur fólksins vill vinna að því að efla sálfræðiþjónustu í landinu annars vegar með því að þjónustan verði niðurgreidd eins og í nágrannalöndum okkar og hins vegar að heilsugæslustöðvar verði fullmannaðar sálfræðingum til að sinna öllum aldurshópum. Með þessum hætti geta allir haft jafnan aðgang að sálfræðiþjónustu og sömu tækifæri til að leita sálfræðiaðstoðar án tillits til efnahags eða fjárhagslegrar afkomu.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar