Græðararnir í heilbrigðiskerfinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 11. október 2017 16:30 Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun