Eldsupptök enn ókunn en ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 20:30 Hótelið var rýmt vegna eldsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst varð engum meint af en þeir sem þurftu að rýma hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. Vísir/Helga Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“ Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“
Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04
Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48