Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM.
Dagný fékk reyndar að taka þátt í smá fögnuði í Orlando eftir leikinn en svo flaug allt Portland-liðið heim.
„Ég fæ að njóta síðustu klukkutímanna í Flórída. Kærastinn minn er hérna og ég á svo flug í gegnum Ísland klukkan sjö annað kvöld (í gær). Ég verð í klukkutíma á Íslandi og svo flýg ég til Frankfurt á mánudagsmorgni (í morgun),“ segir Dagný.
„Það eru svakalegir leikir fram undan hjá okkur í landsliðinu. Þó að maður hefði alveg viljað vera hér úti í fögnuðinum þá er mikilvægt að ég komist sem fyrst til Evrópu upp á að venjast tímamismuninum svo ég verði fersk þegar ég hitti landsliðið og svo er stutt í landsleikinn á föstudaginn,“ segir Dagný.
Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn


Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti

Fleiri fréttir
