Heiðarleg, opin og skilvirk stjórnsýsla Elvar Örn Arason skrifar 18. október 2017 07:00 Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun