Náttúran og fullveldið – hvatning til stjórnmálaflokka Hilmar J. Malmquist skrifar 18. október 2017 07:00 Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun