Kórar Íslands: Kvennakór Hafnarfjarðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2017 15:45 Kvennakór Hafnarfjarðar Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fimmti þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Kvennakór Hafnarfjarðar sem kemur fram í fimmta þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar var stofnaður 26. apríl 1995. Fyrsti stjórnandi kórsins var Guðjón Halldór Óskarsson en árið 2001 tók Hrafnhildur Blomsterberg við stjórn kórsins. Núverandi stjórnandi kórsins, Erna Guðmundsdóttir, hefur starfað með kórnum frá árinu 2007. Undirleikari kórsins hin síðari ár hefur verið Antonía Hevesi. Að jafnaði eru um 45 konur í kórnum sem árið 2006 gaf út plötuna Stiklur. Árlega heldur Kvennakór Hafnarfjarðar tvenna tónleika, vortónleika í maí og jólatónleika í byrjun aðventu, oft í samvinnu við aðra tónlistarmenn eða kóra.. Kórinn tekur reglulega þátt í ýmsum viðburðum í heimabæ sínum, Hafnarfirði, eins og til dæmis Syngjandi jólum í Hafnarborg, Jólaþorpinu og Björtum dögum. Einnig hefur kórinn sungið á aðventunni í miðbæ Reykjavíkur og í IKEA. Kórinn æfir einu sinni til tvisvar í viku og hefur fimm sinnum farið í söngferðalag á erlenda grund. Árið 1998 fór kórinn til Toskana á Ítalíu, árið 2001 til Prag í Tékklandi, árið 2005 til Barcelona á Spáni, 2013 til Portoroz í Slóveníu og nú síðast 2017 til Ítalíu.Hér að neðan má sjá kórinn syngja eitt laganna úr teiknimyndinni Frozen. Kórar Íslands Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fimmti þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Kvennakór Hafnarfjarðar sem kemur fram í fimmta þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar var stofnaður 26. apríl 1995. Fyrsti stjórnandi kórsins var Guðjón Halldór Óskarsson en árið 2001 tók Hrafnhildur Blomsterberg við stjórn kórsins. Núverandi stjórnandi kórsins, Erna Guðmundsdóttir, hefur starfað með kórnum frá árinu 2007. Undirleikari kórsins hin síðari ár hefur verið Antonía Hevesi. Að jafnaði eru um 45 konur í kórnum sem árið 2006 gaf út plötuna Stiklur. Árlega heldur Kvennakór Hafnarfjarðar tvenna tónleika, vortónleika í maí og jólatónleika í byrjun aðventu, oft í samvinnu við aðra tónlistarmenn eða kóra.. Kórinn tekur reglulega þátt í ýmsum viðburðum í heimabæ sínum, Hafnarfirði, eins og til dæmis Syngjandi jólum í Hafnarborg, Jólaþorpinu og Björtum dögum. Einnig hefur kórinn sungið á aðventunni í miðbæ Reykjavíkur og í IKEA. Kórinn æfir einu sinni til tvisvar í viku og hefur fimm sinnum farið í söngferðalag á erlenda grund. Árið 1998 fór kórinn til Toskana á Ítalíu, árið 2001 til Prag í Tékklandi, árið 2005 til Barcelona á Spáni, 2013 til Portoroz í Slóveníu og nú síðast 2017 til Ítalíu.Hér að neðan má sjá kórinn syngja eitt laganna úr teiknimyndinni Frozen.
Kórar Íslands Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira