Viljum við kjósa svona samfélag? Ellen Calmon skrifar 18. október 2017 16:45 Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun