Skýr svör til launafólks Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. október 2017 15:15 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun