Minnesota Lynx tryggði sér í gær hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn í WNBA-deildinni í körfubolta á móti meisturunum í Los Angeles Sparks.
Minnesota Lynx vann fjórða leik liðanna 80-69 í úrslitaeinvíginu og jafnaði metin í 2-2. Los Angeles Sparks liðið gat tryggt sér titilinn á sínum eigin heimavelli en Lynx konur tryggðu sér oddaleik á sínum heimavelli.
Sylvia Fowler, sem var valin besti leikmaður tímabilsins, var atkvæðamest í leiknum með 22 stig og 14 fráköst. Hin 35 ára gamla Rebekkah Brunson var með 18 stig og 13 fráköst og Maya Moore skoraði 15 stig. Odyssey Sims skoraði 18 stig fyrir Los Angeles Sparks og Nneka Ogwumike var með 17 stig.
Fyrstu tveir leikirnir unnist aðeins með samtals þremur stigum en liðin hafa síðan bæði unnið ellefu stiga sigra í síðustu tveimur leikjum.
Þetta verður því annað árið í röð sem úrslitaeinvígi Los Angeles Sparks og Minnesota Lynx fer alla leið í oddaleik.
Los Angeles Sparks hafði betur með minnsta mun í úrslitaleiknum í fyrra, 77-76, og það má því búast við mjög spennandi úrslitaleik sem fer fram á heimavelli Minnesota Lynx aðfaranótt fimmtudagsins.
Minnesota Lynx liðið vann titilinn 2015 og getur nú unnið hann í fjórða sinn frá árinu 2011.
Aftur um hreinn úrslitaleikur um titilinn í WNBA
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

