Það er dýrt að búa á Íslandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. október 2017 15:07 Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun