Suðurkjördæmisskattur Sjálfstæðismanna Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 4. október 2017 11:17 Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun