Áhersluna þar sem álagið er mest Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun