Áhersluna þar sem álagið er mest Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun