Áhersluna þar sem álagið er mest Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun