Rebekkah Brunson átti fínan leik í oddaleiknum með Minnesota Lynx og endaði með 13 stig, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Hún var með 9,5 stig og 6,0 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni.
Rebekkah Brunson skrifaði söguna með þessum titli sem var hennar fimmti í WNBA-deildinni. Enginn leikmaður hefur áður getað kallað sig fimmfaldan WNBA-meistara.
Rebekkah Brunson's 5 titles are the most in WNBA history. pic.twitter.com/n4azuOEMA4
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) October 5, 2017
Brunson vann sinn fyrsta titil með Sacramento Monarchs árið 2015 en það var hennar annar ár í deildinni og fyrsta tímabilið sem byrjunarliðsmaður.
Hún kom til Minnesota Lynx árið 2010 hefur síðan unnið WNBA-titilinn fjórum sinnum.