Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.
Þriðji þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.
Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps sem kemur fram í þriðja þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.
Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps
Svo segir Guðmundur Jósafatsson að í göngum á Eyvindarstaðarheiði 1924, hafi eina nóttina við Ströngukvísl verið fastmælum bundið að stofna karlakór í Bólstaðarhlíðarhreppi og talað um að skipa röddum líkt og síðar varð.
Mun Gísli á Eyvindarstöðum hafa verið mesti hvatamaður þess. Ekkert varð þó úr framkvæmd þessa máls fyrr en undir næstu áramót.
En 28.des þetta ár var skemmtisamkoma haldin að Bólstaðarhlíð. Kom þar fjölmenni og var mönnum létt í skapi. Það gerðist er leið á kvöldið að nokkrir þeirra manna er sungu mest og skröfuðu fyrrnefnda gangnanótt við Ströngukvísl drógu sig út úr og héldu með sér fund á norðurloftinu í Bólstaðarhlíð. Kvaddi Gísli á Eyvindarstöðum þá til þess. Var þarna ákveðið að stofna karlakór og tvöfaldan kvartett
Kórar Íslands: Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun



„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf

Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist