Hvað, ef og hefði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 06:00 Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar