Hvað, ef og hefði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 06:00 Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun