Kórar Íslands: Gospelkór Jóns Vídalíns Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2017 15:30 Það er flottur hópur í Gospelkórnum. Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fyrsti þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Gospelkór Jóns Vídalín sem kemur fram í fyrsta þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.Gospelkór Jóns Vídalíns Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ stofnaði gospelkór Jóns Vídalíns árið 2006 og hefur verið verkefnastjóri kórsins frá upphafi. Gospelkór Jóns Vídalíns hefur því verið starfræktur í 11 ár. Kórinn hefur einnig verið samstarfsverkefni Vídalínskirkju í Garðabæ og Fg í gegnum árin en þátttaka í kórnum gefur einingar við skólann. Æfingar kórsins eru á þriðjudagskvöldum frá kl.20-21:30 í Vídalínskirkju. Fyrsti kórstjórinn var Þóra Gísladóttir tónlistarkennari og söngkona en eftir henni komu María Magnúsdóttir sönkona og Ingvar Alfreðsson tónlistarmaður. Davíð Sigurgeirsson tónlistarmaður hefur stýrt kórnum síðustu þrjú árin. Gospelkórinn heldur tónleika að lágmarki tvisvar á ári bæði fyrir jólin og á vorin. Einnig kemur kórinn fram í helgihaldi Vídalínskirkju og við ýmis mikilvæg tilefni hér og þar, eins og t.d. í tilefni af afmæli Garðabæjar. Kórinn hefur tvisvar fengið hvatningarverðlaun Garðbæjar. Gospelkórinn setti upp söngleikinn Godspell eftir Stephens Schcartz vorið 2016 í Vídalínskirkju, en það er í fyrsta sinn á íslandi sem þessi söngleikur er fluttur. Kórinn hefur einnig gefið út geisladisk og sungið inn á Disney bíómynd, þannig að verkefnin eru fjölbreytt. Aðeins tveir kórfélagar hafa verið með frá upphafi, en kórinn endurnýjar sig reglulega, þannig að það eru mörg hundruð ungmenni sem hafa farið í gegnum þetta tónlistarstarf. Kórinn hefur verið mörgum stór áskorun að þora að koma fram og syngja einsöng. Þrír fyrrum kórfélagar hafa tekið þátt í the voice og komist í úrslit, sem er magnað. Kórinn heitir eftir Jóni Vídalín biskup sem fæddist á Garðaholtinu og varð einn merkasti maður 17 aldar. Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands: Kalmanskórinn Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. 20. september 2017 15:30 Kórar Íslands: Bartónar Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. 21. september 2017 16:30 Kórar Íslands: Karlakór Vestmannaeyja Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 19. september 2017 15:30 Mest lesið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fyrsti þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Gospelkór Jóns Vídalín sem kemur fram í fyrsta þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.Gospelkór Jóns Vídalíns Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ stofnaði gospelkór Jóns Vídalíns árið 2006 og hefur verið verkefnastjóri kórsins frá upphafi. Gospelkór Jóns Vídalíns hefur því verið starfræktur í 11 ár. Kórinn hefur einnig verið samstarfsverkefni Vídalínskirkju í Garðabæ og Fg í gegnum árin en þátttaka í kórnum gefur einingar við skólann. Æfingar kórsins eru á þriðjudagskvöldum frá kl.20-21:30 í Vídalínskirkju. Fyrsti kórstjórinn var Þóra Gísladóttir tónlistarkennari og söngkona en eftir henni komu María Magnúsdóttir sönkona og Ingvar Alfreðsson tónlistarmaður. Davíð Sigurgeirsson tónlistarmaður hefur stýrt kórnum síðustu þrjú árin. Gospelkórinn heldur tónleika að lágmarki tvisvar á ári bæði fyrir jólin og á vorin. Einnig kemur kórinn fram í helgihaldi Vídalínskirkju og við ýmis mikilvæg tilefni hér og þar, eins og t.d. í tilefni af afmæli Garðabæjar. Kórinn hefur tvisvar fengið hvatningarverðlaun Garðbæjar. Gospelkórinn setti upp söngleikinn Godspell eftir Stephens Schcartz vorið 2016 í Vídalínskirkju, en það er í fyrsta sinn á íslandi sem þessi söngleikur er fluttur. Kórinn hefur einnig gefið út geisladisk og sungið inn á Disney bíómynd, þannig að verkefnin eru fjölbreytt. Aðeins tveir kórfélagar hafa verið með frá upphafi, en kórinn endurnýjar sig reglulega, þannig að það eru mörg hundruð ungmenni sem hafa farið í gegnum þetta tónlistarstarf. Kórinn hefur verið mörgum stór áskorun að þora að koma fram og syngja einsöng. Þrír fyrrum kórfélagar hafa tekið þátt í the voice og komist í úrslit, sem er magnað. Kórinn heitir eftir Jóni Vídalín biskup sem fæddist á Garðaholtinu og varð einn merkasti maður 17 aldar.
Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands: Kalmanskórinn Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. 20. september 2017 15:30 Kórar Íslands: Bartónar Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. 21. september 2017 16:30 Kórar Íslands: Karlakór Vestmannaeyja Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 19. september 2017 15:30 Mest lesið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Kórar Íslands: Kalmanskórinn Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. 20. september 2017 15:30
Kórar Íslands: Bartónar Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. 21. september 2017 16:30
Kórar Íslands: Karlakór Vestmannaeyja Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 19. september 2017 15:30