Ekki kaupa rafbíl! Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 25. september 2017 15:00 Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun