Hugh Hefner: Maðurinn sem synti gegn straumnum Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2017 11:30 Hugh Hefner á sínum yngri árum. Fyrsta Playboy blaðið var gefið út árið 1953 en hét þá Stag. Vísir/Getty Þegar Hugh Hefner gaf fyrst út tímarit sitt Playboy árið 1953 gátu einstök ríki bannað getnaðarvarnir að vild og bannað var að nota orðið „ólétt“ í kvikmyndinni I Love Lucy. Hann er sagður hafa dregið umræðuna um kynlíf úr skugganum og barist fyrir auknu tjáningarfrelsi og mannréttindum. „Ef Wright bræðurnir hefðu ekki verið til, væru flugvélar samt til, Ef Edison hefði ekki verið til, værum við samt með rafmagnsljós og ef Hefner hefði ekki verið til, væri kynlíf enn þá til. En kannski myndum við ekki njóta þess jafn mikið. Heimurinn væri fátækari fyrir vikið og sömuleiðis ættingjar mínir,“ sagði Hefner árið 1974. Hann sló svo á svipaða strengi í viðtali árið 1992 þegar hann var spurður hverju hann væri stoltastur af. „Að ég breytti viðhorfinu til kynlífs. Að gott fólk getur nú búið saman. Að ég vann gegn hugmyndinni um ekkert kynlíf fyrir hjónaband. Ég er ánægður með það.“ Hugh Hefner, dó í gær en hann lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Viðhorf hans til lífsins hefur kannski best verið fangað á Playboy.com þar sem síðan hefur verið tekin niður fyrir mynd af honum og eina tilvitnun. „Lífið er of stutt til að lifa annars draum.“ Hefner fæddist þann 9. apríl árið 1926 og voru foreldrar hans strangtrúaðir meþódistar. Hann hefur sagt að þau hafi aldrei sýnt hvort öðru ást. Hann sagði foreldra sína aldrei hafa drukkið, kynlíf hafi aldrei verið rætt á heimili þeirra og ekki hafi verið faðmast og meðlimir fjölskyldunnar kysstu ekki hvort annað. Hefner sagði að hann hafi fljótt séð hræsni í því. Sjá einnig: Manuela og Ragga Ragnars í Playboy-setrinu Hann byrjaði ungur í útgáfu en þegar hann var einungis níu ára gaf hann út dagblað í hverfi sínu þar sem hann ólst upp í Chicago. Árið 1944 gekk hann í herinn og skrifaði fyrir dagblað hersins. Upp úr seinni heimsstyrjöldinni hóf hann vinnu hjá Esquire og byrjaði að gæla við þá hugmynd að gefa út eigið tímarit. Konurnar sem birtast á síðum Playboy ganga undir nafninu kanínur.Vísir/Getty Árið 1953 gáfu hann og félagi hans Eldon Sellers út fyrsta tölublað tímarits þeirra sem þá hét Stag Party. Þeir skrifuðu tímaritið í eldhúsi Hefner og innihélt það nektarmynd af Marilyn Monroe. Nafninu breyttu þeir svo vegna annars tímarits sem hét Stag. Forsvarsmenn þess hótuðu lögsókn. Sjá einnig: Arna og Heiðar hittu „næstum því“ Hugh Hefner Upprunalega var fyrsta tölublaðið ekki dagsett, þar sem þeir Hefner og Sellers áttu ekki von á því að gefa út annað. Á einu ári voru lesendurnir hins vegar orðnir 200 þúsund og á innan við fimm árum ein milljón. Við upphaf áttunda áratugarins voru lesendur Playboy sjö milljónir. Hefner bætti svo við útgáfuveldi sitt með því að stofna klúbba, koma sjónvarpsþáttum á laggirnar og tónlistarhátíðum svo eitthvað sé nefnt. Hef fyrir utan Playboy-setrið fræga.Vísir/Getty Það er gamall brandari ytra að segjast eingöngu lesa Playboy „vegna greinanna“, en þrátt fyrir orðspor Playboy um að vera klámpési lagði Hefner ávalt mikið í greinar og viðtöl tímaritsins. Meðal annars voru birt löng viðtöl við þá Fidel Castro, Frank Sinatra, Marlon Brandon, John Lennon, Martin Luther King Jr. og þáverandi forsetaframbjóðandann Jimmy Carter. Þar að auki hafa skáldsögur eftir fræga rithöfunda, eins og Ian Fleming, Carl Sagan og Vladimir Nabokov einnig birst í tímaritinu. Hugh Hefner varð fyrir mikilli gagnrýni á lífsskeiði sínu. Hann var ítrekað sakaður um að hlutgera og gera lítið úr konum. Nokkrar af þeim konum sem hafa komið að Playboy hafa haldið því fram að náinn vinur Hefner, Bill Cosby, hafi nauðgað þeim í Playboy-setrinu og hefur Hefner sjálfur verið sakaður um beitt kanínu ofbeldi og nauðgað henni. Í viðtali við CNN sagði Hefner eitt sinn að hann óskaði þess að heimurinn myndi muna eftir honum sem einhverjum sem breytti heiminum á jákvæðan hátt og þá sérstaklega varðandi samfélagsbreytingar og breytingar á viðhorfi gagnvart kynlífi. Hann yrði ánægður með það. Ætli skoðanir séu ekki skiptar með það. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þegar Hugh Hefner gaf fyrst út tímarit sitt Playboy árið 1953 gátu einstök ríki bannað getnaðarvarnir að vild og bannað var að nota orðið „ólétt“ í kvikmyndinni I Love Lucy. Hann er sagður hafa dregið umræðuna um kynlíf úr skugganum og barist fyrir auknu tjáningarfrelsi og mannréttindum. „Ef Wright bræðurnir hefðu ekki verið til, væru flugvélar samt til, Ef Edison hefði ekki verið til, værum við samt með rafmagnsljós og ef Hefner hefði ekki verið til, væri kynlíf enn þá til. En kannski myndum við ekki njóta þess jafn mikið. Heimurinn væri fátækari fyrir vikið og sömuleiðis ættingjar mínir,“ sagði Hefner árið 1974. Hann sló svo á svipaða strengi í viðtali árið 1992 þegar hann var spurður hverju hann væri stoltastur af. „Að ég breytti viðhorfinu til kynlífs. Að gott fólk getur nú búið saman. Að ég vann gegn hugmyndinni um ekkert kynlíf fyrir hjónaband. Ég er ánægður með það.“ Hugh Hefner, dó í gær en hann lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Viðhorf hans til lífsins hefur kannski best verið fangað á Playboy.com þar sem síðan hefur verið tekin niður fyrir mynd af honum og eina tilvitnun. „Lífið er of stutt til að lifa annars draum.“ Hefner fæddist þann 9. apríl árið 1926 og voru foreldrar hans strangtrúaðir meþódistar. Hann hefur sagt að þau hafi aldrei sýnt hvort öðru ást. Hann sagði foreldra sína aldrei hafa drukkið, kynlíf hafi aldrei verið rætt á heimili þeirra og ekki hafi verið faðmast og meðlimir fjölskyldunnar kysstu ekki hvort annað. Hefner sagði að hann hafi fljótt séð hræsni í því. Sjá einnig: Manuela og Ragga Ragnars í Playboy-setrinu Hann byrjaði ungur í útgáfu en þegar hann var einungis níu ára gaf hann út dagblað í hverfi sínu þar sem hann ólst upp í Chicago. Árið 1944 gekk hann í herinn og skrifaði fyrir dagblað hersins. Upp úr seinni heimsstyrjöldinni hóf hann vinnu hjá Esquire og byrjaði að gæla við þá hugmynd að gefa út eigið tímarit. Konurnar sem birtast á síðum Playboy ganga undir nafninu kanínur.Vísir/Getty Árið 1953 gáfu hann og félagi hans Eldon Sellers út fyrsta tölublað tímarits þeirra sem þá hét Stag Party. Þeir skrifuðu tímaritið í eldhúsi Hefner og innihélt það nektarmynd af Marilyn Monroe. Nafninu breyttu þeir svo vegna annars tímarits sem hét Stag. Forsvarsmenn þess hótuðu lögsókn. Sjá einnig: Arna og Heiðar hittu „næstum því“ Hugh Hefner Upprunalega var fyrsta tölublaðið ekki dagsett, þar sem þeir Hefner og Sellers áttu ekki von á því að gefa út annað. Á einu ári voru lesendurnir hins vegar orðnir 200 þúsund og á innan við fimm árum ein milljón. Við upphaf áttunda áratugarins voru lesendur Playboy sjö milljónir. Hefner bætti svo við útgáfuveldi sitt með því að stofna klúbba, koma sjónvarpsþáttum á laggirnar og tónlistarhátíðum svo eitthvað sé nefnt. Hef fyrir utan Playboy-setrið fræga.Vísir/Getty Það er gamall brandari ytra að segjast eingöngu lesa Playboy „vegna greinanna“, en þrátt fyrir orðspor Playboy um að vera klámpési lagði Hefner ávalt mikið í greinar og viðtöl tímaritsins. Meðal annars voru birt löng viðtöl við þá Fidel Castro, Frank Sinatra, Marlon Brandon, John Lennon, Martin Luther King Jr. og þáverandi forsetaframbjóðandann Jimmy Carter. Þar að auki hafa skáldsögur eftir fræga rithöfunda, eins og Ian Fleming, Carl Sagan og Vladimir Nabokov einnig birst í tímaritinu. Hugh Hefner varð fyrir mikilli gagnrýni á lífsskeiði sínu. Hann var ítrekað sakaður um að hlutgera og gera lítið úr konum. Nokkrar af þeim konum sem hafa komið að Playboy hafa haldið því fram að náinn vinur Hefner, Bill Cosby, hafi nauðgað þeim í Playboy-setrinu og hefur Hefner sjálfur verið sakaður um beitt kanínu ofbeldi og nauðgað henni. Í viðtali við CNN sagði Hefner eitt sinn að hann óskaði þess að heimurinn myndi muna eftir honum sem einhverjum sem breytti heiminum á jákvæðan hátt og þá sérstaklega varðandi samfélagsbreytingar og breytingar á viðhorfi gagnvart kynlífi. Hann yrði ánægður með það. Ætli skoðanir séu ekki skiptar með það.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15
Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21
Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30