NBA-liðin verða hér eftir sektuð fyrir að hvíla leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 08:30 LeBron James missir ekki af mörgum leikjum en þetta kvöld fékk hann frí. Vísir/Getty NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira