Horfst í augu við staðreyndir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization.
Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar