Tómas á lágu plani Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. september 2017 07:00 Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. Fullyrt er í grein hans í Fréttablaðinu frá 30. ágúst að Hvalárvirkjun sé nafn sem er „úlfur í sauðargæru“ því virkjunin hafi stækkað frá því að hún var kynnt almenningi með því að bæta við áformum um að nýta vatn úr Eyvindarfjarðará og „að svo breyttri Hvalárvirkjun hafi verið laumað í gegnum“ Rammaáætlun 2. Fullyrt er í greininni að skort hafi á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar og þess er krafist að úr því verði bætt með nýju umhverfismati. Þarna er dylgjað um óheiðarleika og undirmál. Þeir sem verða fyrir dylgjunum eru framkvæmdaaðilarnir að virkjuninni, verkefnisstjórnin um Rammaáætlun, ráðherrarnir sem lagt hafa málið fyrir Alþingi og alþingismenn. Til þess að lauma röngum virkjunaráformum í gegnum Alþingi þarf samsæri allra þessara aðila. Þrátt fyrir framkomnar áskoranir um rökstuðning hefur Tómas ekki rökstutt mál sitt. Það mun seint verða því fullyrðingarnar eru allar rangar og dylgjurnar tilhæfulausar.Skýrslan frá 2007 Gögnin sem varða Hvalárvirkjun og Rammaáætlun eru öll opinber og eru til frá upphafi. Hver sem er getur kynnt sér þau. Upphafið er í skýrslu Almennu verkfræðistofunnar frá 2007 sem unnin er fyrir Orkustofnun. Þar strax er kynnt að nýting vatns úr Eyvindarfjarðará sé ráðgerð til viðbótar vatni úr Hvalá og Rjúkanda. Þetta er enn svo, þó með jarðgöngum og öðrum breytingum sem ætlaðar eru til þess að draga úr umhverfisáhrifum. Þessi virkjunaráform hafa tvisvar farið í gegn um verkferla Rammaáætlunar og verið kynnt almenningi og umsagnir fengnar frá hverjum þeim sem þær vildi senda. Tvisvar hefur verkefnisstjórnin lagt til að Hvalárvirkjun verði í nýtingarflokki og Alþingi hefur fallist á það í fyrra sinnið ágreiningslaust að því er best verður séð í þingtíðindum, en seinni tillagan að Rammaáætlun er enn til meðferðar á Alþingi. Afl virkjunarinnar hefur aukist. Það var fyrst áætlað 35 MW og 259 GWh en er núna 55 MW og 320 GWh. Það er vegna þess að vatnið er nú talið meira en áður en ekki vegna breytinga á virkjuninni. Bæði verkefnisstjórnin og ráðherra segja breytingar á Hvalárvirkjun óverulegar milli áætlana. Þegar Landvernd gefur umsögn sína um Hvalárvirkjun vitna samtökin í skýrsluna frá 2007 sem sýnir að samtökunum var kunnugt um hana. Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. Fullyrt er í grein hans í Fréttablaðinu frá 30. ágúst að Hvalárvirkjun sé nafn sem er „úlfur í sauðargæru“ því virkjunin hafi stækkað frá því að hún var kynnt almenningi með því að bæta við áformum um að nýta vatn úr Eyvindarfjarðará og „að svo breyttri Hvalárvirkjun hafi verið laumað í gegnum“ Rammaáætlun 2. Fullyrt er í greininni að skort hafi á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar og þess er krafist að úr því verði bætt með nýju umhverfismati. Þarna er dylgjað um óheiðarleika og undirmál. Þeir sem verða fyrir dylgjunum eru framkvæmdaaðilarnir að virkjuninni, verkefnisstjórnin um Rammaáætlun, ráðherrarnir sem lagt hafa málið fyrir Alþingi og alþingismenn. Til þess að lauma röngum virkjunaráformum í gegnum Alþingi þarf samsæri allra þessara aðila. Þrátt fyrir framkomnar áskoranir um rökstuðning hefur Tómas ekki rökstutt mál sitt. Það mun seint verða því fullyrðingarnar eru allar rangar og dylgjurnar tilhæfulausar.Skýrslan frá 2007 Gögnin sem varða Hvalárvirkjun og Rammaáætlun eru öll opinber og eru til frá upphafi. Hver sem er getur kynnt sér þau. Upphafið er í skýrslu Almennu verkfræðistofunnar frá 2007 sem unnin er fyrir Orkustofnun. Þar strax er kynnt að nýting vatns úr Eyvindarfjarðará sé ráðgerð til viðbótar vatni úr Hvalá og Rjúkanda. Þetta er enn svo, þó með jarðgöngum og öðrum breytingum sem ætlaðar eru til þess að draga úr umhverfisáhrifum. Þessi virkjunaráform hafa tvisvar farið í gegn um verkferla Rammaáætlunar og verið kynnt almenningi og umsagnir fengnar frá hverjum þeim sem þær vildi senda. Tvisvar hefur verkefnisstjórnin lagt til að Hvalárvirkjun verði í nýtingarflokki og Alþingi hefur fallist á það í fyrra sinnið ágreiningslaust að því er best verður séð í þingtíðindum, en seinni tillagan að Rammaáætlun er enn til meðferðar á Alþingi. Afl virkjunarinnar hefur aukist. Það var fyrst áætlað 35 MW og 259 GWh en er núna 55 MW og 320 GWh. Það er vegna þess að vatnið er nú talið meira en áður en ekki vegna breytinga á virkjuninni. Bæði verkefnisstjórnin og ráðherra segja breytingar á Hvalárvirkjun óverulegar milli áætlana. Þegar Landvernd gefur umsögn sína um Hvalárvirkjun vitna samtökin í skýrsluna frá 2007 sem sýnir að samtökunum var kunnugt um hana. Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar